top of page

Seinni umferð í bikarmótaröð

HNÍ

Bikarmótaröðun - Dagur 2

 

Annar dagur Bikarmótaraðarinnar fór fram um síðustu helgi. Mótið fór fram í húsakynnum HFH í Dalshrauni 10 og gæti þetta hafa verið síðasta skipti þar sem mótið er haldið í því húsnæði. HFH gæti verið að flytja í nýtt og betra húsnæði von bráðar.

 

Það var hrikalega vel og tímanlega mætt í Dalshraunið og góð orka í salnum. Á dagskrá voru 14 bardagar í heildina þar sem um var að ræða endurleiki frá fyrsta degi Bikarmótsins í bland við nýjar viðureignir.

 

Þriðji dagur mótaraðarinnar verður haldinn þann 22. febrúar í húsakynnum WCBA í Kringlunni.

Úrslit:

 

50 kg (U15) - Tristan Styff Sigurðsson (HFH) sigraði Hilmar Þorvarðarson (HR) með klofinni dómaraákvörðun.      

 

57 kg (U15) - Alan Alex Szelag Szadurski (HFK) sigraði Sigurberg Einar Jóhannsson (HR) með klofinni dómaraákvörðun.

 

60 kg (U17) - Volodymyr Moskvychov (HAK) sigraði Björn Helga Jóhannsson (HR).

 

66 kg (U17) - Arnar Jaki Smárason fær dæmdan sigur gegn Arnari Geir Kristbjörnssyni.

 

65 kg (66 kg U17) - Jökull Bragi Halldórsson (HR) sigraði Tomas Barsciavicius (HFH) með einróma ákvörðun.

 

65 kg (66 kg U17) - Kormákur Steinn Jónsson (HFK) sigraði Almar Sindri Daníelsson Glad (HAK).

 

75 kg (U19) - Jakub Biernat sigraði Hlyn Þorri Helguson með einróma dómaraákvörðun.

 

75 kg (73,5 kg) - Alejandro Cordova Cervera  (HFH) sigraði Mihail Fedorets með einróma dómaraákvörðun.

 

85 kg - (U17) Róbert Smári Jónsson (HAK) sigraði Adrian Pawlikowski (HFH) með klofinni dómaraákvörðun.

70 kg - Nóel Freyr Ragnarsson (HR) sigraði Viktor Zoega (Bogatýr) með einróma dómaraákvörðun.

75kg - Vitalii Korshak Dorian (Bogatýr) sigraði James Anderson (HFK) með einróma dómaraákvörðun.

75 kg - Benedikt Gylfi Eiríksson (HFH) sigraði Ísak Guðnason (HFK) með einróma dómaraákvörðun.

90 kg+ Ágúst Davíðsson (Þór) sigraði Deimantas Zelvys (HFH) þar sem dómarinn stöðvaði bardagann.

90kg+ Elmar Freyr Aðalheiðarson (Þór) sigraði Magnús Kolbjörn Eiríksson (HFK)



Comments


Hnefaleikasamband Íslands

Engjavegur 6, 104 Reykjavík 

Iceland

KT. 640806-0950 

hni@hni.is 

  • YouTube
  • Instagram
  • Facebook
bottom of page