top of page
  • HNÍ

Íslenskir hnefaleikamenn keppa erlendis

Mikið stendur til hjá hnefaleikamönnum frá Íslandi um helgina.

Emin Kadri og Elmar Gauti Halldórsson eru mættir til London til að taka þátt í feiknasterkumóti sem nefnist Haringey Box Cup sem haldið er í Alexandra Palace, öðru nafni Ally Pally, sem þekkt er fyrir að hýsa heimsmeistaramótið í Pílu. Keppendur koma víðsvegar að úr heiminum frá alls 16 löndum.

Emin sem kemur úr Hnefaleikafélagi Kópavogs keppir í -71kg flokk og hefur verið dreginn beint í undanúrslit en Elmar Gauti kemur úr röðum Hnefaleikafélags Reykjavíkur og keppir í -75kg flokki og fer einnig beint í undanúrslit. Kjartan Valur Guðmundsson þjálfari Hnefaleikafélags Kópavogs mun stýra þeim, vonandi til sigurs, um helgina.


Hnefaleikakappar úr röðum Hnefaleikafélags Hafnarfjarðar og Hnefaleikafélags Akraness eru mættir á Meginlandið og munu keppa í Noregi um helgina. Einnig er um að ræða sterkt mót sem að nefnist Romerike Open þar sem hátt í 100 keppendur eru skráðir og keppt verður í fjögurra manna flokkum.

Björn Jónatan Björnsson kemur úr röðum Hnefaleikaféalgs Akraness og keppir í -63kg flokki, Róbert Smári Jónsson frá Hnefaleikafélagi Akraness og Reykjaness og keppir í -86 kg flokki, Viktor Orri Pétursson fyrir hönd Hnefaleikafélags Akraness og keppir í -57kg flokki, Alejandro Cordova Cervera úr Hnefaleikafélagi Hafnarfjarðar og keppir í -75kg flokki, ásamt Benedikt Gylfa Eiríkssyni og Kolbeini Nóa Magnússyni sem keppa báðir einnig í -75kg flokki.

Þeim fylgja Arnór Már Grímsson, yfirþjálfari Hnefaleikafélags Hafnarfjarðar og Bjarni Þór Benediktsson, yfirþjálfari Hnefaleikafélags Akraness. Allir ofangreindir munu berjast á laugardeginum að undanskyldum Tristan sem var dreginn beint í úrslit sem heyjuð verða á sunnudag.


Frammistöður og úrslit munu verða birt á Instagramreikningi Hnefaleikasambands Íslands sem fólk getur fylgt @hnefaleikasambandislands.


Áfram Ísland!




Comentários


bottom of page