top of page
HNÍ

Íslenskir hnefaleikamenn keppa erlendis

Mikið stendur til hjá hnefaleikamönnum frá Íslandi um helgina.

Emin Kadri og Elmar Gauti Halldórsson eru mættir til London til að taka þátt í feiknasterkumóti sem nefnist Haringey Box Cup sem haldið er í Alexandra Palace, öðru nafni Ally Pally, sem þekkt er fyrir að hýsa heimsmeistaramótið í Pílu. Keppendur koma víðsvegar að úr heiminum frá alls 16 löndum.

Emin sem kemur úr Hnefaleikafélagi Kópavogs keppir í -71kg flokk og hefur verið dreginn beint í undanúrslit en Elmar Gauti kemur úr röðum Hnefaleikafélags Reykjavíkur og keppir í -75kg flokki og fer einnig beint í undanúrslit. Kjartan Valur Guðmundsson þjálfari Hnefaleikafélags Kópavogs mun stýra þeim, vonandi til sigurs, um helgina.


Hnefaleikakappar úr röðum Hnefaleikafélags Hafnarfjarðar og Hnefaleikafélags Akraness eru mættir á Meginlandið og munu keppa í Noregi um helgina. Einnig er um að ræða sterkt mót sem að nefnist Romerike Open þar sem hátt í 100 keppendur eru skráðir og keppt verður í fjögurra manna flokkum.

Björn Jónatan Björnsson kemur úr röðum Hnefaleikaféalgs Akraness og keppir í -63kg flokki, Róbert Smári Jónsson frá Hnefaleikafélagi Akraness og Reykjaness og keppir í -86 kg flokki, Viktor Orri Pétursson fyrir hönd Hnefaleikafélags Akraness og keppir í -57kg flokki, Alejandro Cordova Cervera úr Hnefaleikafélagi Hafnarfjarðar og keppir í -75kg flokki, ásamt Benedikt Gylfa Eiríkssyni og Kolbeini Nóa Magnússyni sem keppa báðir einnig í -75kg flokki.

Þeim fylgja Arnór Már Grímsson, yfirþjálfari Hnefaleikafélags Hafnarfjarðar og Bjarni Þór Benediktsson, yfirþjálfari Hnefaleikafélags Akraness. Allir ofangreindir munu berjast á laugardeginum að undanskyldum Tristan sem var dreginn beint í úrslit sem heyjuð verða á sunnudag.


Frammistöður og úrslit munu verða birt á Instagramreikningi Hnefaleikasambands Íslands sem fólk getur fylgt @hnefaleikasambandislands.


Áfram Ísland!




Comments


bottom of page